Árs- og sjálfbærniskýrsla
Skýr stefna bankans hefur skilað sér í nýjum lausnum fyrir viðskiptavini, aukinni ánægju og betri og skilvirkari þjónustu. Aldrei hafa fleiri viðskiptavinir komið í viðskipti við bankann en á árinu 2021. Rekstur bankans gekk vel - arðsemi eiginfjár er góð, tekjur hafa aukist vegna vaxandi umsvifa og umbætur í rekstri valda því að kostnaður hefur haldist stöðugur.
Einstaklingar í virkum viðskiptum
Hlutdeild á einstaklingsmarkaði
Eignir í stýringu
Hlutdeild á íbúðalánamarkaði
Notendur Landsbankaappsins
Innlán
Ánægðari viðskiptavinir
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2021 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, þriðja árið í röð.
íbúðalán til fyrstu kaupenda
Stór skref á árinu
Við áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum bankans, uppfærðum áherslur í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og gáfum út tvo græna skuldabréfaflokka. Við kynntum sjálfbærnimerki bankans, sparireikning og sjóð sem stuðla að sjálfbærni.
Aldrei fleiri fyrirtæki bæst í hópinn
Um 2.500 fyrirtæki og einyrkjar komu í viðskipti á árinu og hafa aldrei verið fleiri. Þar af komu 90% í viðskipti í gegnum sjálfsafgreiðslu. Hlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði er 33,6% en hlutdeild í heildarútlánum til fyrirtækja er rúmlega 40%.
Besti bankinn skv. Euromoney
fleiri samningar um eignastýringu
„Árangur Landsbankans á árinu 2021 byggir að stórum hluta á því að markvisst hefur verið unnið eftir stefnu bankans sem samþykkt var árið 2020. Eitt helsta stefnumið okkar er að stuðla að ánægju viðskiptavina. Við erum því afar stolt og ánægð með að bankinn hafi mælst efstur í Íslensku ánægjuvoginni árið 2021, þriðja árið í röð.“
„Sú þjónusta sem við bjóðum, hvort sem hún felst í stafrænum þjónustuleiðum, persónulegri ráðgjöf eða öðru, er yfirleitt síðasta skrefið á langri leið. Til að bjóða framúrskarandi þjónustu þarf öll keðjan að virka. Hjá Landsbankanum er keðjan gríðarlega sterk og á því byggir góður árangur bankans.“
Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 28,9 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 10,5 milljarða króna á árinu 2020. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 10,8% á árinu 2021, samanborið við 4,3% arðsemi árið 2020.
Hagnaður (ma. kr.)
Arðsemi eigin fjár
Eiginfjárhlutfall
Vinnum saman að sjálfbærni
Við tókum stór skref í sjálfbærnivinnu okkar á árinu 2021 og unnum af krafti að sjálfbærari fjármálum til að stuðla að betra umhverfi og samfélagi.
Snjallari bankaþjónusta
Við leggjum okkur fram við að einfalda viðskiptavinum lífið. Á árinu 2021 kynntum við ýmsar nýjar lausnir sem gera viðskiptavinum okkar kleift að klára sín mál á auðveldan hátt í appinu og netbankanum.
Landsbanki nýrra tíma
Stefna okkar tekst á við þær breytingar sem eru að eiga sér stað í samtímanum og hvernig bankinn þarf að vera í stöðugri þróun og stöðugri framför til þess að þjónusta viðskiptavini sína sem best.
Vefkökur
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar