Stúlkur á veitingastað

Stjórn og skipulag

Gagnkvæmt traust

Kjarninn í stefnu Landsbankans er hugmyndin um gagnkvæmt traust og mannlega sýn á bankaviðskipti. Bankinn fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti og skipulag bankans miðar að því að tryggja traustan og hagkvæman rekstur um leið og sköpuð eru tækifæri til árangursríkrar samvinnu deilda og hópa.

Ánægðir viðskiptavinir Landsbankans

Landsbanki nýrra tíma

Frá ársbyrjun 2021 höfum við unnið ötullega eftir stefnu bankans sem ber yfirskriftina Landsbanki nýrra tíma. Við setjum ánægju viðskiptavina í fyrsta sæti, höldum áfram öflugri uppbyggingu tæknimála og framþróun stafrænna lausna og innleiðum árangursdrifnari menningu sem styrkir rekstur og skapar aukið frumkvæði.

Kaffikanna og blóm á borði

Stjórn og stjórnarhættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila og stuðla að hlutlægni, heilindum, gagnsæi og ábyrgð í stjórnun bankans. Við fylgjum viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti og birtum árlega stjórnarháttayfirlýsingu með árs- og sjálfbærniskýrslunni.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

Ávarp formanns bankaráðs

„Árangur Landsbankans á árinu 2021 byggir að stórum hluta á því að markvisst hefur verið unnið eftir stefnu bankans sem samþykkt var árið 2020. Eitt helsta stefnumið okkar er að stuðla að ánægju viðskiptavina. Við erum því afar stolt og ánægð með að bankinn hafi mælst efstur í Íslensku ánægjuvoginni árið 2021, þriðja árið í röð.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri

Ávarp bankastjóra

„Sú þjónusta sem við bjóðum, hvort sem hún felst í stafrænum þjónustuleiðum, persónulegri ráðgjöf eða öðru, er yfirleitt síðasta skrefið á langri leið. Til að bjóða framúrskarandi þjónustu þarf öll keðjan að virka. Hjá Landsbankanum er keðjan gríðarlega sterk og á því byggir góður árangur bankans.“

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur