Helstu atriði ársreiknings

Rekstrarhagnaður Landsbankans eftir skatta nam 28,9 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 10,5 milljarða króna á árinu 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% á árinu 2021, samanborið við 4,3% arðsemi árið 2020.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og reksturs

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar, stiklar á stóru í kynningu á afkomu Landsbankans fyrir árið 2021.

Kennitölur31.12.202131.12.2020
Hagnaður eftir skatta28.91910.521
Hreinar rekstartekjur62.33038.253
Hreinar vaxtatekjur38.95338.074
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta13,6%5,1%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta10,8%4,3%
Eiginfjárhlutfall alls26,6%25,1%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna2,3%2,5%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)43,2%47,4%
Heildarlausafjárþekja179%154%
Lausafjárþekja erlendra mynta556%424%
Heildareignir1.729.7981.564.177
Hlutfall útlána til viðskiptamanna af innlánum154,1%160,5%
Ársverk í árslok816878
Allar upphæðir eru í milljónum króna

Eiginfjárhlutfall alls nam 26,6% í árslok 2021 samanborið við 25,1% í byrjun ársins. Eiginfjárkrafa bankans hækkaði úr 18,8% í 18,9% frá árslokum 2020 til 2021. Þann 29. september 2021 ákvað fjármálastöðugleikaráð að hækka gildi sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki, með gildistöku 29. september 2022. Skilavald Seðlabanka Íslands hefur hafið ferli við töku ákvörðunar um MREL Landsbankans og er gert ráð fyrir að endanleg ákvörðun liggi fyrir á fyrri helmingi ársins 2022.

Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna samanborið við 38,1 milljarð króna 2020. Á árinu 2021 var vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna 2,3% samanborið við 2,5% árið á undan.

Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 9,5 milljörðum króna árið 2021 samanborið við 7,6 milljarða króna á árinu 2020. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) á árinu 2021 var 43,2%, samanborið við 47,4% á árinu 2020.

Rekstrarreikningur

Aukin markaðshlutdeild, skilvirkur og hagkvæmur rekstur er grunnur góðrar afkomu ársins 2021.

Hreinar vaxtatekjur námu 39,0 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 38,1 milljarð króna árið 2020. Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna nam 2,3% en var 2,5% árið áður.

Hreinar þjónustutekjur Landsbankans voru 9,5 milljarðar króna á árinu 2021 samanborið við 7,6 milljarða króna á árinu 2020.

Viðsnúningur er í virðisbreytingu útlána milli ára en virðisbreytingar eru jákvæðar um 7,0 milljarða króna á árinu 2021 samanborið við neikvæðar virðisbreytingar upp á 12,0 milljarða króna árið 2020. Viðsnúninginn má rekja til betri stöðu fyrirtækja og heimila en gert var ráð fyrir í kjölfar Covid-19-faraldursins.

Aðrar rekstrartekjur námu 6,9 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 4,6 milljarða króna árið 2020, sem er aukning um 50,3% á milli ára.

Rekstrarreikningur (m. kr)20212020Breyting 2021%
Hreinar vaxtatekjur38.95338.0748792%
Hreinar þjónustutekjur9.4837.6381.84524%
Hrein virðisbreyting7.037-12.02019.057159%
Aðrar rekstrartekjur6.8574.5612.29650%
Rekstrartekjur samtals62.33038.25324.07763%
Laun og launatengd gjöld-14.759-14.76780%
Annar rekstrarkostnaður-9.105 -9.064-410%
Skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja-2.013-1.815-19811%
Rekstrargjöld samtals-25.877-25.646-2311%
Hagnaður fyrir skatta36.45312.60723.846189%
Tekjuskattur-7.534-2.086-5.448261%
Hagnaður ársins28.91910.52118.398175%

Rekstrargjöld ársins 2021 voru 25,9 milljarðar króna og  hækkuðu um 0,9% frá fyrra ári. Hækkunin skýrist af hærri bankaskatti en laun og launatengd gjöld ásamt öðrum rekstrarkostnaði standa í stað á milli ára. Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T) fyrir árið reiknast 43,2%. K/T hlutfallið sýnir hlutfall rekstrarkostnaðar bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum fjáreigna. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 62 á árinu 2021, úr 878 í 816.

Efnahagsreikningur

Heildareignir Landsbankans jukust um 165,6 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2021 alls 1.730 milljörðum króna.

Eignir (m.kr.)31.12.202131.12.2020Breyting 2021%
Sjóður og innstæður í Seðlabanka82.42567.60414.82121,9%
Markaðsskuldabréf150.435119.33031.10526,1%
Hlutabréf33.34726.8086.53924,4%
Útlán og kröfur á lánastofnanir47.23148.073-842-1,8%
Útlán og kröfur á viðskiptavini1.387.4631.273.426114.0379,0%
Aðrar eignir27.99227.2986942,5%
Eignir í sölumeðferð9051.638-733-44,7%
Samtals1.729.7981.564.177165.62110,6%

Helstu breytingar á eignahlið Landsbankans á árinu 2021 voru að útlán til viðskiptavina jukust um 9%, eða um 114,0 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust en drógust saman hjá fyrirtækjum. Mikill vöxtur var í óverðtryggðum útlánum til heimila en þau jukust um 156 milljarða króna, en uppgreiðslur leiddu á móti til 27 milljarða króna lækkunar verðtryggðra íbúðalána. Heildarvanskil fyrirtækja og heimila þróuðust á jákvæðan hátt á árinu 2021, líkt og birtist í lækkandi líkum á vanefndum og sögulega lágum vanskilahlutföllum. Áfram er nokkur óvissa varðandi útlán sem eru með greiðslufresti vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins, en í árslok nam bókfært virði þeirra lána alls 74 milljörðum króna.

Markaðsskuldabréfaeign bankans hækkaði um 31,1 milljarð króna á árinu. Útlán og kröfur á lánastofnanir lækkuðu lítillega á árinu og voru í árslok 47,2 milljarðar.

Skuldir og eigið fé (m.kr.)31.12.202131.12.2020Breyting 2021%
Skuldir við lánastofnanir og Seðlabanka10.42548.725-38.300-78,6%
Innlán frá viðskiptavinum900.098793.427106.67113,4%
Lántaka486.042420.17865.86415,7%
Aðrar skuldir29.80322.2267.57734,1%
Víkjandi lántaka20.78521.366-581-2,7%
Eigið fé282.645258.25524.3909,4%
Samtals1.729.7981.564.177165.62110,6%

Helsta breyting á skuldahlið bankans var að innlán viðskiptavina jukust um 13,4% á árinu 2021, eða um 106,7 milljarða króna. Innlán frá fjármálafyrirtækjum lækkuðu á árinu um 38,3 milljarða og voru í árslok 10,4 milljarðar. Lántaka bankans hækkaði um 65,9 milljarða króna á árinu, eða um 15,7%.

Eigið fé Landsbankans í árslok 2021 var 282,6 milljarðar króna samanborið við 258,3 milljarða króna í árslok 2020. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 24. mars 2021, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4,5 milljarða króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankaráð hyggst leggja til að hlutahafafundur sem halda á 23. mars 2022 samþykki að greiða arð til hluthafa sem nemur 0,61 krónu á hlut vegna rekstrarársins 2021. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er 14,4 milljarðar króna, eða sem samsvarar um 50% af hagnaði samstæðunnar á árinu 2021. Verði arðgreiðslan samþykkt á hluthafafundi mun eiginfjárgrunnur samstæðunnar lækka sem nemur arðgreiðslunni og eiginfjárhlutföll bankans, samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, lækka um 1,3% prósentustig.

Lausafjárstaða

Lausafjárstaða bankans bæði í heild og í erlendri mynt var traust á árinu 2021 og lausafjárhlutföll bankans vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Lausafjáreignir námu 280,3 milljörðum króna í lok árs 2021.

Lausafjárforði (m. kr.)Lausafjárvirði 31.12.2021Lausafjárvirði 31.12.2020Breyting 2021%
Sjóður og innstæður í Seðlabanka79.27163.09216.17925,6%
Markaðsskuldabréf og önnur verðbréf veðhæf hjá Seðlabanka Íslands74.22865.4018.82713,5%
Erlend ríkisskuldabréf með 0% áhættuvog69.21941.16128.05868,2%
Hágæða lausafjáreignir222.718169.65453.06431,3%
Útlán og kröfur á fjármálafyrirtæki57.56660.811-3.245-5,3%
Heildarlausafjárforði280.284230.46549.81921,6%

Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekjuhlutfall (e. liquidity coverage ratio (LCR)) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af nettó heildarútflæði á næstu 30 dögum miðað við tilteknar álagsaðstæður.

Heildarlausafjárþekja var 179% í lok árs 2021 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 556% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%. Lausafjárþekja í íslenskum krónum var 120% í lok árs 2021 en frá og með 1. janúar 2022 gerir Seðlabankinn lágmarkskröfu um að hlutfallið sé 40%.

Mikil framför með nýju fjárhagskerfi

„Meðal stærri verkefna Fjárhagsdeildar á árinu 2021 var innleiðing á nýju fjárhagskerfi bankans. Það leysir mörg eldri kerfi af hólmi, leiðir til meiri sjálfvirkni og gefur mun betri yfirsýn yfir reksturinn – eru þá aðeins nokkrir kostir kerfisins nefndir. Eins og í öllum stórum verkefnum hjá bankanum tóku margir þátt í því með einum eða öðrum hætti.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur