Kerfið, sem ber heitið Fusion og er skýjalausn, er mikil framför og kemur í stað eldri bókhalds-, eftirlits- og samstæðukerfa. Það er engin spurning að nýja kerfið hjálpar okkur að styðja við stefnu bankans um að starfsemin verði stöðugt snjallari, að við nýtum betur þau gögn sem við búum til og að upplýsingarnar séu traustar.
Við tókum kerfið í notkun í hlutum og tryggðum þannig að búið var að prófa alla kerfishluta, þjálfa starfsfólk og lágmarka áhættu áður en byrjað var að flytja bókhald sjálfs bankans í nýtt kerfi. Ekki var um samkeyrslu kerfa að ræða heldur var og er nálgunin sú að flytja bókhald bankans í skömmtum yfir í nýja kerfið eftir því sem reynsla og ferlar leyfa. Þetta hefur reynst góð ákvörðun og verkefnið hefur gengið vel.
Meðal kosta við nýja kerfið er að handtökunum sem eru á bak við að samþykkja reikninga fækkar. Við gefum nú eingöngu út rafræna reikninga og vinnum að því að allir innsendir reikningar verði einnig rafrænir, en þetta einfaldar skráningu reikninga verulega. Við erum síðan með ýmsar aðrar áætlanir um hvernig við ætlum að nýta okkur kerfið og hlökkum til að ná frekari árangri með aukinni nýtingu þess.“