Kona og barn gróðursetja tré

Sjálfbærni

Vinnum saman að sjálfbærni

Við tókum stór skref í sjálfbærnivinnu okkar á árinu 2021 og unnum af krafti að sjálfbærari fjármálum til að stuðla að betra umhverfi og samfélagi.

Stúlka á reiðhjóli

Helstu sjálfbærniverkefni

Við áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum okkar, uppfærðum áherslur okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og gáfum tvisvar út græn skuldabréf. Sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós og við kynntum til sögunnar nýjan sparireikning og sjóð sem stuðla að sjálfbærni. Auk þess fengum við okkar bestu einkunn í UFS-áhættumati Sustainalytics til þessa.

Maður við virkjun

Loftslagsmál

Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar. Vinna við að greina kolefnisspor okkar og áhrif á samfélagið heldur áfram.

Barn í lopapeysu með lopahúfu

Sjálfbærniuppgjör

Við fylgjum viðmiðum Global Reporting Initiative (e. GRI Standards) og gegnir skýrslan einnig hlutverki framvinduskýrslu til UN Global Compact, hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna.

Fólk á fundi

Mannauður og jafnrétti

Líkt og á fyrra ári einkenndist starfsemi bankans árið 2021 af margvíslegum áskorunum vegna Covid-19. Í sinni einföldustu mynd má segja að áskorunin felist í jafnvægi þess að tryggja heilsufarslegt öryggi starfsfólks en einnig rekstur bankans og góða þjónustu.

Una Jónsdóttir, sérfræðingur í hagfræðideild

Fjölbreytt samstarf og fræðsla

Við tökum þátt í margvíslegum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Viðstyðjum fjölbreytt verkefni með fjárframlögum úr Samfélagssjóði og veitum námsstyrki. Við birtum víðtækt efni um efnahagsmál og leggjum okkur fram við fræðslu um fjármál.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur