Ánægðari viðskiptavinir
Einföldum lífið með framúrskarandi þjónustu
Við leggjum okkur fram við að einfalda viðskiptavinum lífið og bjóða þeim framúrskarandi þjónustu. Góð þjónusta spyrst út og árinu 2021 fjölgaði viðskiptavinum meira en nokkru sinni fyrr.
Viðskiptavinir okkar ánægðari
Við vinnum eftir skýrri stefnu sem hefur skilað sér í nýjum lausnum fyrir viðskiptavini, aukinni ánægju og betri og skilvirkari þjónustu. Það er ánægjuleg viðurkenning að við mældumst efst banka í Íslensku ánægjuvoginni 2021, þriðja árið í röð.
Snjallari bankaþjónusta
Við leggjum okkur fram við að einfalda viðskiptavinum lífið. Á árinu 2021 kynntum við ýmsar nýjar lausnir sem gera viðskiptavinum okkar kleift að klára sín mál á auðveldan hátt í appinu og netbankanum.
Einstaklingar
Við viljum auðvelda viðskiptavinum lífið og nýtum tæknina til að gera þjónustuna sveigjanlegri og aðgengilegri. Sömuleiðis nýtum við sérfræðikunnáttu starfsfólks og gögn bankans til að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og persónulega og faglega ráðgjöf.
Fyrirtæki
Við finnum að rekstur fyrirtækja sem urðu fyrir áföllum af völdum heimsfaraldursins hefur í mörgum tilfellum tekið vel við sér, þótt ekki hafi þau öll náð fyrri styrk. Sífellt stærri hluti af þjónustu okkar er aðgengilegur í gegnum appið, netbankann og aðrar sjálfsafgreiðslulausnir og það er greinilegt að viðskiptavinir okkar vilja að við höldum áfram á þeirri braut.
Eignastýring og miðlun
Viðskipti með hlutabréf og sjóði margfölduðust á milli ára og góður árangur náðist í eignastýringu, hjá sjóðum Landsbréfa og við miðlun verðbréfa og gjaldeyris. Viðskiptavinir sýndu fjárfestingarkostum okkar mikinn áhuga og kunnu greinilega vel að meta hversu einfalt er að eiga viðskipti með hlutabréf og sjóði í sjálfsafgreiðslu.
Vefkökur
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.
Tryggja virkni vefsins
Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins
Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar